Orri Finn Design

Orri Finn Design er skartgripahönnun Orra Finnbogasonar og Helgu G. Friðriksdóttur. Orri er menntaður gullsmiður og sérhæfður í demantaísetningum en Helga hefur starfað í skartgripageiranum undanfarin ár. Allar skartgripalínur Orri Finn eru hannaðar af Helgu og Orra en síðan þau leiddu hesta sína saman árið 2011 hafa þau gefið út skartgripalínurnar Akkeri (2012), Scarab (2013) og Fléttu (2014).

AKKERI - Skartgripalína er ætluð konum og körlum eftir Orra Finn Design.

Akkerið er alþjóðlegt tákn sjómennskunar. Akkerið er verkfæri þeirra sem stunda sjó og minnisvarði um þá sem hafa tileinkað líf sitt hafinu. Skartgripalínan AKKERI vísar einnig í siglinuna sjálfa, ferðalagið og ævintýraþrána. Sjóleiðis getur þú kannað ókunn svæði og fengið útrás fyrir ævintýraþrá þína en án akkeris mun þig reka. Akkerið er landfestin og gerir þér því kleift að stýra ferðalagi þínu í réttar áttir og festa land þar sem þér líður best.

SCARAB – Skartgripalína  er ætluð konum og körlum eftir Orri Finn Design.

Scarab skartgripalínan dregur nafn sitt af fornegypskum verndargrip og líkja skartgripinir eftir bjöllum úr Scarabaeidae bjölluættinni.  Fornegyptar töldu bjöllurnar heilagar þar sem hegðun þeirra þótti hliðstæð hlutverki sólarguðs þeirra. Líkt og sólarguðinn ýtir sólinni inn í sjóndeildarhringinn veltir Scarab bjallan moldarkúlu á undan sér en í henni geymir bjallan eggin sín. Bjallan er því tákn hringrásarinnar og endurfæðingarinnar og heiðra skartgripir Scarab línunnar þessi tákn. 

-Vertu undir verndarvæng með skarti úr Scarab línunni


ORRIFINN Breitt fléttu hálsmen

ORRIFINN Breitt fléttu hálsmen

Fallegt hálsmen úr bronsi með silfurkeðju frá Orra Finn

ORRIFINN gull akkerisarmband lítið

ORRIFINN gull akkerisarmband lítið

Dömuarmband frá Orra Finn, með gull akkeri. Stillanleg stærð, bómullarband, kopar festingar.

ORRIFINN gull akkerisarmband stórt

ORRIFINN gull akkerisarmband stórt

Herraarmband með gylltu akkeri frá Orra Finn. Stærðin er stillanleg. Bómullarband, koparfestingar.

ORRIFINN lítið silfurakkerishálsmen

ORRIFINN lítið silfurakkerishálsmen

Silfur akkerishálsmen frá Orra Finn.

ORRIFINN midi gull hringur

ORRIFINN midi gull hringur

Fallegur midi hringur úr 14 karata gulli frá Orra Finn.

ORRIFINN scarab silfur vængjaarmband

ORRIFINN scarab silfur vængjaarmband

Silfur armband úr scarab línu Orra Finn. Silfurvængir á silfurkeðju. Stillanleg stærð.

ORRIFINN silfur akkerishálsmen stórt

ORRIFINN silfur akkerishálsmen stórt

Stórt silfur akkerishálsmen frá Orra Finn.

ORRIFINN tvöfalt akkerishálsmen

ORRIFINN tvöfalt akkerishálsmen

Tvöfalt akkerishálsmen úr silfri frá Orra Finn.


Go to the top