Lala Berlin 

Lala Berlin er hugarfóstur Leyla Piedayesh. Henni tekst endurtekið að enduspegla anarkískan stórborgar glamúrinn á ferskan og nýjan hátt með óhefðbundinni en kvenlegri fatalínu sinni. Frá alþjóðlegu sjónarhorni nær hönnunin að fanga Berlín sem stórborg. 

Leyla  Piedayesh fæddist í Tehran árið 1970. Eftir að hafa lært viðskiptalega stjórnun kom hún fyrst inn í tískuheiminn á faglegu sviði sem ritstjóri sjónvarpsþáttar um tísku í Berlín. Árið 2003 byrjaði hún svo að kanna sinn eigin hönnunarhæfileika með því að gera sína eigin prjónuðu fylgihluti. Margfagnaða frumlína hennar var útgefin árið 2004 á Premium, tískusýningu í Berlín. Hugmyndin um að sameina borgaralega kúlið og glæsileikann með hágæða prjónuðum vörum stökk af stað. Lala Berlin var þar með fætt.


 Go to the top